145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[14:16]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Frú forseti. Ég ætla aðeins að blanda mér í þá efnislegu umræðu sem er hér undir liðnum fundarstjórn forseta. Það eru nokkuð breyttir tímar frá því á síðasta kjörtímabili þegar hrossakaup voru stunduð á hverjum einasta degi og fyrrverandi ríkisstjórn var minnihlutastjórn síðustu sex mánuði starfstíma síns eins og hv. varaformaður Samfylkingarinnar hefur upplýst. Þeir tímar eru liðnir. Það er ekki lengur varnarmálastofnun fyrir ESB-eyðimerkurleiðangurinn. Þeir tímar eru liðnir. Það er ekkert svoleiðis í gangi. (Gripið fram í.) Hins vegar er það þannig að menn hafa — (Gripið fram í.)

Frú forseti. Mönnum verður heitt í hamsi við þessi orð mín þótt ég sé bara rólegur. Allt í lagi með það. Nei, menn verða að átta sig á því að þessir tímar eru liðnir en ég hvet menn til að láta af efnislegri umræðu sem var hér ágæt áðan og kláraðist vel og taka bara til við dagskrá þingsins aftur.