145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[14:23]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég vil benda á varðandi þá umræðu sem hér er í þann veginn að fara að hefjast aftur, þ.e. um Þróunarsamvinnustofnun Íslands og niðurlagningu hennar, að staðan er orðin þannig hér í þingsal að það eru tveir kostir í stöðunni. Annar er sá að hæstv. utanríkisráðherra komi til fundarins til að svara fyrir stór álitamál sem komið hafa upp, mikilvægum spurningum sem bornar hafa verið upp. Hin leiðin er sú að þingið axli ábyrgð á vondu máli og menn freisti þess að setjast niður og komast að sameiginlegri niðurstöðu um efnislegan sáttaflöt í þessu máli sem er ábyrgur gagnvart svo viðkvæmum málaflokki sem hér er undir og í raun eina leiðin sem þinginu er samboðin ef hæstv. ráðherra ætlar ekki að standa fyrir máli sínu.

Virðulegi forseti. Þessari umræðu lýkur ekki öðruvísi en að annar af þessum tveimur (Forseti hringir.) kostum verði hér úr.