145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:02]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það heyrist í fjölmiðlum að umræða um fjárlög frestist. Menn heyra þetta í útvarpinu en það hefur ekkert komist til skila hér til þeirra sem vinna við þetta. Það verður að teljast talsvert undarlegt og ekki síst þar sem þetta kemur frá hv. formanni fjárlaganefndar sem ekki fyrir löngu síðan kvartaði yfir því að þinghald hæfist óþarflega snemma. Ástæðan fyrir því að svona lítið af málum væri komið á dagskrá væri af því að það væri byrjað allt of snemma, en núna er allt orðið of seint. Ég vil líka segja varðandi umræðuna um Þróunarsamvinnustofnun að það er engin hér til þess að ræða við. Það er svolítið verið að tala út í tómið um þá mikilvægu stofnun.