145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:12]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég skammast mín næstum fyrir það að byrja þetta í hálfkersknum tón því þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál. Það er hárrétt sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttir bendir á, hér er allt í steik í dag. Þetta eru náttúrulega ótrúlegar fréttir um að hv. nefndarmenn í fjárlaganefnd lesi um það í blöðum að verið sé að fresta fundum og umræða um fjárlögin frestist. Það er ekki nema von að hér sé spurt hver það sé sem hafi dagskrárvaldið í þinginu. Ég get ekki betur séð en að það sé orðið hv. þm. Vigdís Hauksdóttir.

Að þessu sögðu langar mig líka að segja að mér finnst að við eigum að láta staðar numið í dag. Hæstv. ráðherra er ekki búinn að vera hér til að taka þátt í umræðunni og mér finnst alger óþarfi að við (Forseti hringir.) höldum áfram að ræða þessi mál inn í kvöldið, því líkt og fram hefur komið þá hafa aðrir þingmenn en hæstv. ráðherra einnig öðrum starfsskyldum að sinna.