145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:41]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Það liggur nú fyrir þegar klukkan er að verða sjö að þessari umræðu lýkur ekki í dag miðað við það hvernig mælendaskráin lítur út þannig að það lítur út fyrir að þessi umræða haldi áfram í næstu viku. Við höfum ítrekað óskað eftir viðveru hæstv. ráðherra við umræðuna. Ég hef fullyrt það héðan úr ræðustól að þessari umræðu verður ekki lokið öðruvísi en að við náum að eiga orðastað við ráðherra. Það væri ágætt, forseti, svona upp á það að sjá fyrir sér hvernig næstu mánuðir og missiri í þinghaldinu koma til með að líta út, að vita hvort hæstv. ráðherra sé væntanlegur til þingfundar sem honum ber samkvæmt þingsköpum á þriðjudaginn eða miðvikudaginn eða fimmtudaginn í næstu viku, því vísast þurfum við að stilla okkar umræðu af með hliðsjón af áformum hæstv. ráðherra.