145. löggjafarþing — 38. fundur,  23. nóv. 2015.

rekstur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

[15:10]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það er rétt að það stendur ýmislegt í þessu plaggi. Meðal annars stendur þar að boðið verði upp á tvo möguleika á rekstrarformi, einkareknar heilsugæslustöðvar með samningi við ríkið og ríkisreknar stöðvar líka. Þetta var rætt strax í upphafi og hefur verið rætt með þeim hætti.

Það er rétt hjá hv. þingmanni að ég sagði að ekki sé gert ráð fyrir því að þær stöðvar sem eru í rekstri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði boðnar út heldur reki heilsugæslan þær áfram. Við erum að skoða möguleika á því að fjölga heilsugæslum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi vinna gengur út á það að endurskoða fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæsluna í höfuðborginni sem gengur út á það að fjármagn fylgi sjúklingum á milli stöðva. Það er grundvallaratriði til að hafa samræmi á milli þeirra greiðslukerfa sem eru á milli núverandi rekstrar Heilsugæslustöðvar Reykjavíkur og hinna einkareknu stöðva. Það er einnig grundvallaratriði til að samræma þau þjónustukerfi sem boðið er upp á innan heilsugæslustöðvarinnar að fjármögnunarlíkanið eins og það hefur verið nýtt verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og að því er unnið.