145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

viðvera utanríkisráðherra við umræðu um ÞSSÍ.

[16:02]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég get tekið undir hvert einasta orð sem síðasti ræðumaður hafði hér uppi. Fullt af spurningum er ósvarað og tilgangurinn er óljós og þess vegna erum við að móast við. Talað var um að við værum ekki bara að móast við á þinginu heldur værum við kannski að ofbjóða þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með þinginu í sjónvarpi. Það er spurning hvort endurgreiða þarf áhorfendum sökum leiðinda því að þetta er auðvitað ömurlegt eins og þetta er.

Alþingi á að vera samræðuvettvangur, ekki sjálfvirk afgreiðslustofnun sem gubbar bara út einhverjum málum án samtals. Ég spyr, herra forseti: Hvað er það versta sem gæti gerst ef við mundum fresta fundi í svona hálftíma, klukkutíma eða þar til utanríkisráðherra er væntanlegur?