145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:49]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil lýsa undrun minni á því að þingfundi sé fram haldið þegar það sem boðað var um dagskrá fundarins af forseta Alþingis, þ.e. að hæstv. utanríkisráðherra kæmi til fundarins milli klukkan fjögur og fimm, hefur ekki gengið eftir. Þá hlýtur að vera eðlilegt að gert sé hlé á fundinum og kallaður saman fundur formanna þingflokka og það skýrt hvernig á þessu stendur og gerðar aðrar áætlanir um framhald málanna. Það er svo ekki til að auðvelda þessa stöðu hversu illa var að málinu staðið í utanríkismálanefnd og kannski rétt að spyrja hv. þm. Þorstein Sæmundsson vegna þess að ég veit að hann er hér við umræðuna, hvort hann sjái það ekki, a.m.k. í baksýnisspeglinum, sem fulltrúi í forsætisnefnd Alþingis að það með hvaða hætti hann og stjórnarmeirihlutinn stóðu að afgreiðslu málsins í utanríkismálanefnd hefur ekki bara spillt fyrir málinu heldur líka spillt mjög fyrir störfum þingsins á þessu hausti.