145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:45]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að reyna að forðast að fara niður á sama plan og hv. þm. Össur Skarphéðinsson í þessu máli eins og svo mörgum öðrum.

Að ég hafi sýnt kala og lítilsvirðingu, það eru hans orð. Eflaust hefur hann þá einhverjar upplýsingar sem ég hef ekki. Að ég hafi ekki sinnt fundum sem óskað var eftir, það kannast ég alls ekki við. Ágætt væri þá að fá dæmi um slíkt. Ég hef einmitt fundað tvisvar ef ekki þrisvar með starfsmönnum ÞSSÍ. Einn fundurinn var vídeófundur til að þeir sem eru lengra í burtu gætu verið með. Svo hef ég að sjálfsögðu fundað með yfirmanni stofnunarinnar oftar en það. Að ég hafi ekki viljað hafa starfsmenn með til Afríku. Í Afríku er umdæmisskrifstofa með fjölda manns. Ég get ekki sagt annað en að þar hafi verið tekið frábærlega á móti okkur. Að einhverjum hafi verið bannað að koma með. Það óskaði enginn eftir að koma með í þá ferð, svo það sé alveg skýrt tekið fram.

Síðan var spurt um einhverja staðhæfingu, ráðherra hefði sagt á einhverjum fundi að hann þyrfti engin rök. Það kannast ég heldur ekki við.