145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:02]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það verður æ berara, eftir því sem líður á þessa umræðu, að það var illu heilli að þessu hráa meirihlutaofbeldi skyldi vera beitt í utanríkismálanefnd til að kæfa málefnalega og eðlilega umfjöllun um málið. Það hefur gert það að verkum að það kemur algerlega vanbúið hér inn í þingsal. Það verður fyrst og fremst að skrifast á reynsluleysi nefndarformannsins sem fór með málið.

Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja hæstv. forseta til að gera hlé á þessari umræðu og að málið gangi aftur til nefndarinnar. Þá væri hægt að leiðrétta allan þann misskilning sem fram kom í máli hæstv. utanríkisráðherra og vinna úr málinu í nefndinni, þeim mikilvægu álitamálum sem þar eru uppi, og fá sæmilega búið mál til umfjöllunar hér í þingsalnum.