145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:06]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil koma á framfæri einni leiðréttingu. Mig minnti ranglega hér áðan að Þórir Guðmundsson hefði lagt til að það sem nefnt er annar kostur í nefndaráliti minni hlutans væri jafn góður kostur. Það er vegna þess að það er ólík röð á þessum kostum í glósunum mínum frá þessum fundi. En það kom fram að möguleiki tvö á nefndarfundinum kæmi til greina sem væri að verkefni færu flest yfir til ÞSSÍ og þar yrði þessi stóra stofnun.

Það er óskandi að við gætum endurtekið andsvörin með hliðsjón af þessu. Reyndar er spurningin sú sama, hvers vegna þeim kosti hafi verið hafnað, en ég vildi koma þessari leiðréttingu á framfæri eftir að hafa skoðað glósurnar.