145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar. Fyrst hæstv. utanríkisráðherra hefur ekki áhuga á umræðunni um þetta þingmál, sem hann er þó sjálfur 1. flutningsmaður að, er ekki ástæða til að aðrir þingmenn séu að eyða kvöldfundi í að ræða það málefni, sérstaklega ekki þegar til þess er tekið að hér hefur verið gerð grein fyrir því með mjög góðum fyrirvara, m.a. af hálfu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar, að hann hygðist beina spurningum til ráðherrans. Þess vegna var auðvitað við því búist að ráðherrann sýndi þinginu þá lágmarksvirðingu að vera við eigin umræðu, ekki síst þegar ráðherrann er eini þingmaður Framsóknarflokksins sem styður nefnt frumvarp, sem enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist raunar styðja, og nauðsynlegt að eini þingmaðurinn á þingi sem styður málið sé við umræðuna.