145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:52]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er nú sanngjarn maður og ég hef nokkra samúð með hæstv. utanríkisráðherra sem er bæði að koma að utan og þar áður af ákaflega löngum og sennilega mjög þrasgjörnum fundi með framsóknarmönnum. Ég skil það vel að hann þurfi að fara heim og hvíla sig svolítið áður en hann kemur hingað.

Hins vegar er það þannig að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon átti ekki kost á því, öndvert við mig, að spyrja hæstv. ráðherra spurninga hér fyrr í kvöld. Hann sagði það hins vegar í umræðum um fundarstjórn forseta að hann mundi leggja fyrir hann spurningar og hæstv. utanríkisráðherra ber því, miðað við að hann lofaði, að vera viðstaddur til að svara spurningum, að vera hér þegar hv. þingmaður flytur ræðu sína. Hann gat séð það á mælendaskrá. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort það sé von á hæstv. utanríkisráðherra, vegna þess að það mundi mjög greiða mjög fyrir þingstörfum í kvöld að vita um það.