145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:55]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð bara að taka undir með þeim þingmönnum sem komið hafa hér upp og lýst yfir sárri hneykslan á því að utanríkisráðherra skuli ekki vera í salnum lengur. Það er ekki í fyrsta skipti í umræðum um Þróunarsamvinnustofnun sem sést undir iljarnar á honum á leið út úr húsi þegar síst skyldi og menn vilja ræða þetta mál. Þetta er mikilvægt mál. Þetta er greinilega viðkvæmt og mikið mál og það er lágmarkskurteisi hjá hæstv. utanríkisráðherra að vera viðstaddur umræðuna. Það er margbúið að biðja um það. Ég skil orðið hvorki upp né niður í störfum þingsins.

Ég tek heils hugar undir með þeim sem hér hafa komið upp að það ber að fresta umræðunni þangað til utanríkisráðherra kemur í salinn og helst slíta fundi. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á að hæstv. utanríkisráðherra rjúki úr húsi í miðri umræðu, sérstaklega ekki þegar búið er að biðja um að hann sé á staðnum til að svara spurningum.