145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er farinn að velta fyrir mér hvað það kosti í vinnu hérna á Alþingi að karpa um þetta mál í staðinn fyrir að reyna að komast að einhverri niðurstöðu sem fólk gæti sætt sig við.

Nú þegar hafa komið fram alla vega tvær hugmyndir sem hafa ekki verið ítarlega og almennilega ræddar, hvorki hér né í nefnd mér vitandi. Annars vegar hugmynd sem Þórir Guðmundsson lagði fram sem var sú að styrkja ÞSSÍ og færa verkefni til stofnunarinnar frá ráðuneytinu og hins vegar að gera þessar breytingar en útfæra þær þannig að stofnunin yrði alla vega ekki lögð niður.

Nú er augljóst af þeirri staðreynd að starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sendu inn í fyrra umsögn andvíga frumvarpinu. Og frumvarpið var greinilega ekki gert í góðri sátt við þá starfsmenn.

Hv. þingmaður nefndi að menn séu ráðnir á mismunandi tíma. Nú hefur komið fram, ekki satt, að Þróunarsamvinnustofnun stólar á að verkefni séu í gangi, að þau njóti friðar og ekki sé gripið inn í starf stofnunarinnar á meðan hún er að starfa. Er því ekki í raun og veru augljóst (Forseti hringir.) að það verði kostnaður í formi vinnutaps í það minnsta við þessar breytingar?