145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:21]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sá sem hér stendur hefur ekki nema rétt rúmlega 15 ára reynslu í því að fara með fjármuni ríkisins, bæði í ráðuneyti og í stofnun. Ég hlýt því að ánýja þá spurningu mína til hv. þingmanns hvort hann telji að fjárhagslegt eftirlit og eftirlit með meðferð fjármuna sé erfiðara og verra viðfangs í ráðuneyti þar sem starfsemi heyrir undir einn skrifstofustjóra, sem er ábyrgur, en í stofnun sem er undir fjármálalegu eftirliti ráðuneytis.

Mér finnst ég verða var við svo gríðarlega tortryggni í máli margra hv. þingmanna á þann veg að utanríkisráðuneytið hyggist hirða eitthvað af því framlagi sem á að fara til þróunaraðstoðar í annan rekstur. Ég spyr: Finnst mönnum það sæmandi að gera (Forseti hringir.) starfsmönnum utanríkisráðuneytisins upp einhverjar slíkar hvatir?