145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:08]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég verð að játa að ég trúi eiginlega ekki þeim upplýsingum sem ég fékk frammi á þingfundasviði. Þar var mér sagt að hæstv. utanríkisráðherra, flutningsmaður þessa þingmáls og eini stuðningsmaður þess á Alþingi Íslendinga svo vitað sé, (Gripið fram í: Og forseti sem situr …) væri ekki á Alþingi Íslendinga. Enn einu sinni skiptir þetta þingmál ekki nægilega miklu fyrir ráðherrann til að hann sé sjálfur viðstaddur umræðuna. Þetta er sannarlega ekki til þess fallið að greiða fyrir framgangi málsins eða því að það fái einhverjar lyktir í þinginu, það verð ég að minnsta kosti að segja. Ég kalla eftir því að forseti geri boð fyrir ráðherra, láti hann mæta á þingfund og geri hlé á þingfundi þangað til orðið hefur (Forseti hringir.) verið við þeirri beiðni.