145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:15]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ef menn ætla að fylgja málum sínum eftir verða þeir að hafa úthald. Hæstv. utanríkisráðherra var á síðasta kjörtímabili í öðru hlutverki en kannski væri æskilegt, eins og hér var sagt, að ráðherrarnir fengju sent vítamín þótt mér finnist ágætt að ríkisstjórnin sé þokkalega verklítil. Engu að síður eru spurningar sem ég mundi vilja bera upp við ráðherra sem ég gerði ekki áðan þar sem hann er ekki í húsi. Ég mundi gjarnan vilja fá tækifæri til að spyrja hann og ef ég þarf að halda áfram að tala hér og bíða eftir honum geri ég það bara, en auðvitað væri æskilegt að ráðherra sæti undir umræðunni. Allra best væri að hann settist niður ásamt formanni utanríkismálanefndar og (Forseti hringir.) ræddi af alvöru þá málamiðlun sem stjórnarandstaðan hefur boðið.