145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:16]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sá sem hér stendur hefur áralanga reynslu af því sem framvígismaður í pönkhljómsveitum að mæta mótlæti og áhugaleysi áheyrenda og er seinþreyttur til vandræða eða til að taka slíkt nærri sér. Ég hef lítið gert af því að gera kröfur um að ráðherrar eða framámenn séu viðstaddir ræður mínar en hér horfir öðruvísi við. Hér hafa verið lagðar fram rökstuddar og númeraðar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Meiri hluti Alþingis tók þá ákvörðun fyrr í dag að boða til sérstaks kvöldfundar, væntanlega í þeirri von að klára 2. umr. um þetta frumvarp, og því þykir mér í hæsta máta óviðeigandi að enginn sé hér til svara og að ráðherra sé ekki í húsi.