145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:22]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það verður að taka undir það að 38 þingmanna stjórnarmeirihluti kallaði í dag eftir kvöldfundi en á Alþingi Íslendinga eru núna staddir tveir framsóknarmenn og tveir sjálfstæðismenn. 17 framsóknarmenn eru væntanlega heima hjá sér og 17 sjálfstæðismenn sömuleiðis þrátt fyrir skýr ákvæði þingskapa um að sækja skuli þingfundi nema brýn forföll hamli.

Þetta er báðum stjórnarflokkunum til skammar en dregur það líka fram að það er aðeins einn þingmaður á Alþingi Íslendinga sem styður það frumvarp sem hér er verið að ræða, hæstv. utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks hirðir um að koma hingað og reyna að færa rök fyrir eða styðja þetta mál í orði eða verki.