145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:23]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er með einfaldar fyrirspurnir til forseta, í fyrsta lagi: Verður hæstv. utanríkisráðherra við umræðuna í kvöld? Í öðru lagi: Verður okkur svarað, þ.e. því boði sem við höfum komið til forseta þingsins, formanns nefndarinnar, hæstv. utanríkisráðherra og allra þeirra sem hafa með þetta mál að gera? Við höfum boðið ýmsar sáttaleiðir. Verður okkur svarað í kvöld?

Er einhver von til þess í fjórða lagi að það verði boðað til einhvers konar sáttafundar í þessu máli? Svo vil ég spyrja í fimmta lagi, ef svarið við áðurnefndum spurningum er nei: Hvað ætla menn að keyra þennan fund langt inn í nóttina? Ætla menn í alvörunni að þröngva þessu máli hér í gegn með þeim hætti sem það fór í gegnum nefndina? Á að halda því vinnulagi áfram í gegnum þingið?

Mér þætti vænt um að fá svör (Forseti hringir.) forseta við þessum spurningum.