145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:28]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil byrja á að spyrja: Er búið að gera boð fyrir ráðherra? Eins og sagt var áðan er þetta málstofa. Þegar lengdur þingfundur var ræddur í dag, sem ég greiddi atkvæði gegn, fannst mér talað niður til mín þegar þingflokksformaður framsóknarmanna sagði að hér gætu þingmenn í minni hlutanum haldið áfram að tala hver við annan. Ég hef kallað eftir samtali. Mér finnst ekki nóg að þeir tveir þingmenn sem hafa setið í þingsal og eru fulltrúar í utanríkismálanefnd, fulltrúar hvor síns flokks í ríkisstjórn, skuli ekki taka þátt í samtalinu með okkur.

Ég spyr eins og fleiri: Hvað hyggst forseti halda fundi lengi áfram í kvöld? Það er eiginlega alveg ljóst, eins og hér hefur verið rakið, að ef ekkert samtal næst (Forseti hringir.) klárum við þetta mál ekki hér í kvöld. Skynsamlegra væri auðvitað að nýta tímann betur og setjast niður.