145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:10]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek efnislega undir allt sem hv. þm. Katrín Jakobsdóttir sagði hér á undan. Við það vil ég bæta að við höfum af þessum ástæðum sem hún lýsti barist hart gegn málinu í þinginu á undanförnum dögum og vikum. Í gær lögðum við fram þó nokkur tilboð til ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans til þess að reyna að sætta menn og okkur var í samtali lofað því að þessi mál og þessi boð okkar yrðu skoðuð vandlega og vandlega farið yfir þau í nefnd á milli umræðna. Í trausti þess að við það yrði staðið, að okkur yrði mætt í þeirri vinnu, ákváðu töluvert margir að taka sig af mælendaskrá til þess að setja málið í uppbyggilegan farveg og ég vona að það skili árangri. En efnislega erum við andsnúin þessu máli og því mun Samfylkingin segja nei.