145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir það að mér finnst mjög leiðinlegt að ekki hafi verið orðið við því þegar við í minni hlutanum kölluðum eftir samtali við þingmenn meiri hlutans og hæstv. utanríkisráðherra. Við komum með mjög skýrar spurningar en þeim var ekki svarað. Síðan kjósa þeir þingmenn núna sem sjá sóma sinn í að mæta í atkvæðagreiðsluna að svara í smáskeytastíl, með eins konar SMS, í staðinn fyrir að eiga hér ítarlegar og málefnalegar umræður. Þetta er vandi þingsins í hnotskurn. Svona blösum við við almenningi, fólk sem kann ekki að tala saman, vill ekki tala saman og þjösnast áfram í einhvers konar óendanlegu rifrildi um ekki neitt. (Gripið fram í: Hver er að rífast?) Ég vil benda á að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir (Forseti hringir.) er mjög gjörn á að skapa hér ófriðarbál ásamt hv. þm. Jóni Gunnarssyni og vísa í bókmenntir sem hafa ekki meira gildi en skálduð sjálfsævisaga. (VigH: Nú?)