145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[11:48]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að taka það fram vegna þess að breytingartillagan áðan, frá minni hluta nefndarinnar, var felld að engu að síður erum við að greiða atkvæði um grein þar sem vísað er til sjálfbærni og að sjálfsögðu byggir túlkun á hugtakinu sjálfbærni á alþjóðlega viðurkenndum forsendum. Í því felst að sjálfsögðu engin efnisleg ákvörðun þó að tillaga minni hlutans hafi verið felld áðan.