145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[12:02]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara að gefnu tilefni taka fram að hér hefur eitt misritast, það er punktur í staðinn fyrir kommu á eftir „hafa lokið háskólanámi“. Það er ekki meiningin að það sem kemur á eftir falli niður. Þetta er bara viðbót, „hafa lokið háskólanámi,“ og svo: skulu vera óvilhallir og hafa þekkingu á opinberum fjármálum. Ég segi þetta þannig að menn séu algjörlega meðvitaðir um að það er það sem við erum að samþykkja en ekki að henda hinu út.