145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[12:09]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hægt verði að létta pólitískri ábyrgð af ráðherrum þegar kemur að einkarekstri og útvistun rekstrar þannig að forstöðumönnum ríkisstofnana verði gert heimilt án atbeina ráðherra, án samþykkis ráðherra, að útvista allt að fjórðungi síns rekstrar. Fyrir liggur breytingartillaga frá meiri hlutanum um að það hlutfall verði aðeins lægra. Eigi að síður verður þetta án atbeina ráðherra og tillaga okkar í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði gengur út frá því að þetta hlutfall verði 10% og með samþykki hlutaðeigandi ráðherra því að það er hápólitískt hvernig við högum opinberum rekstri og hvort það er í gegnum einkarekstur og útvistun.

Það skiptir máli að á því sé borin pólitísk ábyrgð, herra forseti.