145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans.

[15:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir með öðrum þingflokksformönnum minni hlutans og ítreka að það er nauðsynlegt að bregðast við þessu af hendi forseta. Því miður er það svo að oft er óvarlega sagt frá nefndarfundum og mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. Mér finnst bæði alvarlegt hvernig hún hefur tjáð sig og hvernig hún segir frá því að gestir á fundi hafi tjáð sig og jafnframt að hún skuli segja að þetta hafi verið andlegt ofbeldi. Mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð. Ég vil að forseti beiti sér í þessu máli á þann hátt að hann eigi orðastað við hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur og ég vonast til þess að hv. þingmaður biðji viðkomandi nefndargest afsökunar á orðum sínum.