145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans.

[15:14]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Eins og aðrir þingmenn sem hafa komið hér fram er ég mjög undrandi. Mér finnst það vera mjög niðurlægjandi að hv. formaður fjárlaganefndar tali svo niður til þeirra sem koma, og í þessu tilfelli forstjóra Landspítalans og hans fólks, fyrir fjárlaganefnd og gera grein fyrir alvarlegri stöðu þjóðarspítalans. Við verðum að geta treyst því að tekið sé vel á móti þeim gestum sem koma fyrir fjárlaganefnd og að ekki sé verið að bulla með þessa hluti út og suður eins og hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hefur gert. Hún dregur ekki bara það embætti sem hún gegnir niður í svaðið, heldur líka þingið allt. Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki farið til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu sjúkrahússins, Landspítalans, út af engu. Það er grafalvarleg staða og menn geta ekki leyft sér í framhaldinu að vera með svona skæting eins og hv. formaður fjárlaganefndar hefur verið með.