145. löggjafarþing — 44. fundur,  30. nóv. 2015.

Haf- og vatnarannsóknir.

199. mál
[18:16]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég flyt hér breytingartillögu við frumvarp til laga um Haf- og vatnarannsóknir á þskj. 471 í 199. máli frá meiri hluta atvinnuveganefndar sem Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Heiða Kristín Helgadóttir, Páll Jóhann Pálsson og Þórunn Egilsdóttir skipa:

1. málsliður 10. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2016.

Svo vil ég bara nota tækifærið og þakka framsögumanni annarrar tillögu, hv. þm. Kristjáni L. Möller, fyrir betri nafngift á Hafrannsóknastofnun. Ég er mjög sáttur við þetta. Þakka þér fyrir.