145. löggjafarþing — 45. fundur,  2. des. 2015.

fasteignalán til neytenda.

383. mál
[18:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Við erum sammála um það, hæstv. ráðherra og ég, að auðvitað væri best að við gætum veitt lán á óverðtryggðum vöxtum. Það er bara einn stór galli við það sem er sá að það er ekki hægt á meðan við erum með íslensku krónuna. Þess vegna þurfum við að gera ráðstafanir til þess að við lifum hér við sömu vaxtaskilyrði og sömu kjör og fólkið í löndunum í kringum okkur.

Mig langar að biðja hæstv. ráðherra að útskýra aðeins betur fyrir mér þetta með uppgreiðslugjaldið. Það hefur verið lækkað úr 1% niður í 0,2 á binditímanum. Á þetta að gera það auðveldara að greiða upp lán en nú er? Bara einföld spurning af því taginu.