145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

upphæð veiðigjalds.

[10:58]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég verð að vísa öllu tali um vúdúhagfræði eða vúdúútreikninga beinustu leið til föðurhúsanna. (Gripið fram í: Til vúdúmeistarans.) Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstv. fjármálaráðherra, frá þér, karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni.

Nú getur verið að reikningurinn verði einhvern veginn öðruvísi þegar árið er á enda, en þá vil ég benda á að árin 2013 og 2014 stóðust áætlanir eins og þær komu fram í frumvörpunum árinu áður. Þannig að við munum sjá hvernig það fer.

Er hæstv. ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja (Forseti hringir.) sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?