145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

happdrætti og talnagetraunir.

224. mál
[11:08]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er um það að ræða að framlengja leyfi til reksturs happdrætta um tæp 20 ár, til 2034. Í nefndaráliti er tekið fram að breytingar taki ekki til umhverfis happdrættismála hér á landi en jafnframt tekið fram að fyrirhugað sé að skoða þennan málaflokk heildstætt. Því ber að fagna. Umhverfi happdrættismála er það sem öllu máli skiptir. Sem innanríkisráðherra lagði ég fram frumvarp með skýra framtíðarsýn á happdrættismálin, á rekstur happdrætta, spilakassa og spilavíta, sem illu heilli eru enn rekin í landinu. Ég hefði talið mikilvægt, og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í allsherjarnefnd hefur tekið það sérstaklega fram, að framtíðarsýn á þennan málaflokk lægi fyrir áður en við veitum þessar heimildir. (Forseti hringir.) Af þeim sökum treysti ég mér ekki til að greiða þessu atkvæði en mun sitja hjá í þeirri von að á þessu verði ráðin bót.