145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

happdrætti og talnagetraunir.

224. mál
[11:11]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Á Íslandi er bannað að stunda fjárhættuspil samkvæmt lögum og hér er undanþága á því. Því hefði ég gjarnan viljað sjá undanþágu á fleiri þáttum fjárhættuspila. Hér er opnað fyrir að afnema þessi lög að fullu. Það er mjög auðvelt að verða háður því að spila lottó eða á spilakassa SÁÁ og fara síðan í meðferð við spilafíkn hjá SÁÁ. Mér finnst hræsni í kringum svona lagasetningu og undanþágur og vildi gjarnan sjá að næst þegar við tökum þetta fyrir mundum við hreinlega afnema bann við fjárhættuspilum.