145. löggjafarþing — 47. fundur,  4. des. 2015.

leiðrétting þingmanns.

[11:04]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað til þess að leiðrétta orð sem ég lét falla hérna áðan og biðjast afsökunar á þeim. Ég sagði að hv. fráfarandi fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, Margrét Frímannsdóttir, teldi sig ekki ráða við starfið ef ég skildi rétt. En ég skildi rangt. Ég hef aldrei heyrt hana segja það og ég hef einungis gert mína eigin tilfinningu fyrir málaflokknum að hennar orðum, sem er sá að hann sé í molum og að þetta sé ekki hægt. En strax að lokinni ræðu minni sá ég að mér, hringdi í hana, bað hana afsökunar og fannst rétt að koma hér og tilkynna það og biðja þingheim einnig afsökunar.