145. löggjafarþing — 48. fundur,  7. des. 2015.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa sex bréf frá formönnum þingflokka, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Pírata og varaþingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, um að Sigrún Magnúsdóttir, 7. þm. Reykv. n., Gunnar Bragi Sveinsson, 1. þm. Norðvest., Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykv. n., Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykv. n., Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvest., og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 3. þm. Suðvest., verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum og geti ekki sinnt þingmennsku á meðan.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykv. n., Fanný Gunnarsdóttir, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvest., Sigurður Páll Jónsson, 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykv. n., Anna Margrét Guðjónsdóttir, 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykv. n., Björn Valur Gíslason, 1. varamaður á lista Pírata í Suðvest., Björn Leví Gunnarsson, og 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest., Óli Björn Kárason.

Þau hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.