145. löggjafarþing — 48. fundur,  7. des. 2015.

upphæð veiðigjalda.

[15:23]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu vegna þess að fullyrðingin er röng. Það er ekki þannig að níu af hverjum tíu krónum fari í vasa þeirra sem gera út. Þetta er bara rangt. Þetta er bara delluspurning sem verðskuldar ekki svar.

Hins vegar er það líka rangt að hér hafi verið lögð á 12,7 milljarða veiðigjöld á árinu 2012. Það sem var innheimt í veiðigjöld árið 2012 eru 9,7 milljarðar. Það skeikar ekki nema 3 milljörðum. Það eru ekkert nema rangfærslur að það sem innheimt var árið eftir séu 3 milljörðum minna vegna þess að árið eftir voru innheimtir 9,2 milljarðar. Það sem hv. þingmaður hefur flaskað á að gera hér er að taka tillit til alls konar afslátta sem eru í kerfinu og leiða til þess að innheimt veiðigjöld [Frammíköll í þingsal.] eru mun lægri. (Forseti hringir.) Svona er þetta.

Það er bara ágætt að það komi fram að þeir sem tala fyrir þennan málstað ætla að hækka veiðigjöldin um 10 milljarða. (Gripið fram í.) Það er bara … (Gripið fram í: Og lækka tryggingagjaldið …) (Forseti hringir.) Þetta er að …

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)

(Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum. Hæstv. fjármálaráðherra hefur orðið og forseti er að reyna að hafa hér skikk á þessum þingfundi.)

Þetta er þannig að þeir sem héldu að vinstri stjórnin ætlaði ekki að standa við að hækka veiðigjöld í 20 milljarða (Forseti hringir.) þurfa ekki lengur að efast vegna þess að hér er það boðað að (Forseti hringir.) veiðigjöld yrðu hækkuð um 10 milljarða ef þessir menn fengju að ráða og þeir sem hækkuðu (Forseti hringir.) tryggingagjaldið stanslaust á síðasta (Forseti hringir.) kjörtímabili en lækkuðu það ekki eru nú farnir að tala um að þeir mundu hafa lækkað það.