145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:07]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem sagt hefur verið. Fjáraukalögin, farið er heldur frjálslega með þau þykir okkur. Dæmi um það er Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem er endurtekið settur inn á fjáraukalög. Maður hefði kannski fyrirgefið þetta einu sinni, en þegar við höfum ítrekað bent á þetta verður að segja eins og er að þetta er ekki ábyrg meðferð. Mér finnst það ekki breyta neinu þótt hæstv. fjármálaráðherra hafi komið fyrir fjárlaganefnd og tilkynnt um þessi áform einhvern tímann í vor, það bætir ekki neitt úr stöðunni.

Við munum því að mestu leyti sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og ég vil hvetja fólk til að skoða breytingartillögur minni hlutans rækilega og greiða atkvæði með þeim.