145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:29]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það segir mjög mikið um eina þjóð hvernig hún býr að sínum elstu hópum og líka öryrkjum. Það sem við leggjum hér til er að þessir hópar fái sambærilegar hækkanir og við alþingismenn og aðrir hafa sótt kjarabætur á þessu ári. Það er allt og sumt. Hópar sem fá 170 þús. kr. eftir skatt til að lifa á, hópar sem fá 190 þús. kr., 217 þús. kr., þessir hópar horfa nú til okkar og biðja okkur um að bæta sín kjör. Og hvað er stjórnarmeirihlutinn að gera hér? Hann er að neita þessum hópum um hækkanir frá og með sama tíma og hann hefur fengið sjálfur. Finnst okkur þetta réttlæti? Nei, það er það ekki. Ég segi já.