145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Andi laga um almannatryggingar er sá að standa eigi vörð um kjör ellilífeyrisþega. Ég er sannfærð um að þeir hv. þingmenn sem samþykktu lögin á sínum tíma héldu að þeir væru einmitt að gera það. Passa upp á að kjör aldraðra og öryrkja dragist ekki aftur úr.

Það sem verið er að leggja til hér er að þessi hópur hækki um 10,9% frá 1. maí á þessu ári, eins og þeir fá á almennum markaði sem eru með lægstu launin. Ef fram fer sem horfir, ef stjórnarmeirihlutinn samþykkir þetta ekki, er hægri stjórnin að halda öldruðum og öryrkjum undir lágmarkslaunum. (Gripið fram í: Eruð þið búin að gleyma hvað …) Hvaða sómi er að því, herra forseti? Ég segi já.