145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:36]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Hv. formaður fjárlaganefndar talaði um það rétt áðan að í fjárlögunum væri verið að bregðast við ófyrirséðum kjarahækkunum. Þessi breytingartillaga gengur út á að aldraðir og öryrkjar njóti sömuleiðis þessarar óvæntu breytingar í kjaramálum.

Þetta er ekki róttæk tillaga. Þvert á móti er þetta algjörlega sjálfsögð tillaga um einfalt réttlætismál. Það er mér eiginlega mikill heiður að segja já við tillögunni og ég hvet þingheim allan til þess að fylkja sér á bak við hana, alla vega þá sem ekki hafa nú þegar greitt atkvæði.