145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:44]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Allar rannsóknir staðfesta það að jöfnuður í samfélögum leiðir til betra og réttlátara samfélags, samfélags þar sem þegnum líður vel og eru ánægðir hver með annan alla jafna. Með því að samþykkja ekki þessa tillögu er Alþingi að ýta undir ójöfnuð og þar með ósátt í samfélaginu. Alþingi er þar með að styðja við það að sumir hópar sitji eftir á meðan aðrir eru á siglingu og ná vopnum sínum eftir hrunið. Það er óásættanlegt að Alþingi festi suma í fátæktargildru á meðan aðrir geta haldið áfram með lífið og notið góðs af bættum kjörum og bættum hag í landinu. Ég segi að sjálfsgöðu já við þessari breytingartillögu.