145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:54]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það er borð fyrir báru og þessi upphæð er ekki mjög há í stóra samhenginu. Ég vil bara minna á að þessi ríkisstjórn hefur verið að gera tekjuskattsbreytingar á millistéttina og efri millistéttina (Gripið fram í.) sem skila sér (Gripið fram í.) í einhverjum 5 þús. kr. á mánuði sem breyta engu (Gripið fram í.) til eða frá.

Ég vil líka rifja það upp að árið 2003 setti Alþingi lög um eigin lífeyrisréttindi, mikil forréttindalög, sem voru sem betur fer afnumin á síðasta kjörtímabili. Hér hafa menn setið og sett lög fyrir sjálfa sig og lífeyrisréttindi sín og svo finnst okkur skrýtið að traust til Alþingis sé lítið. Það eru vonbrigði hversu margir í stjórnarmeirihlutanum segja nei, reyndar allir enn sem komið er. Við því er ekkert að gera en við reynum að berjast áfram í þessu máli og gera breytingartillögur við fjárlögin líka.

Ég segi já.