145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sem betur fer er það nú enn svo að á þingið koma þingmenn úr öllum kjördæmum og ekki hefur farið fram hjá neinum að atvinnuástandið og fólksflóttinn úr Norðvesturkjördæmi hefur verið mjög sláandi undanfarin ár. Það var stefna og ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fara af stað með þetta verkefni og við það stendur stjórnarmeirihlutinn auðvitað. Það birtist með þessum hætti í þessum tillögum.

Ef við tölum um kjördæmi þingmannsins þá fær til dæmis Háskólinn á Akureyri gríðarlega viðbót bæði á fjáraukalögum og fjárlögum og þar er lagt til rannsóknafé til Seyðisfjarðarganga, þannig að auðvitað þarf alltaf að skapa jafnvægi á milli landshluta. Það birtist bara svona í fjárlagagerðinni.

Ég geri því alls ekki neina athugasemd við að í fjárlagagerðinni birtist áherslur ríkisstjórnarinnar og að einhverju leyti fjármagn (Forseti hringir.) til þess að styrkja þetta svæði, eins og bent var á í skýrslu nefndarinnar.