145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurningunni var ekki svarað. Ég bendi þingmanninum á töflu á blaðsíðu 10 þar sem sannleikurinn um útvarpsgjaldið er leiddur í ljós. Óska ég eftir því að hv. þm. Oddný Harðardóttir láti prenta upp nefndarálit sitt með réttum upplýsingum um RÚV því að svona vinnur Samfylkingin; byggir á hálfsannleik, blekkingum og lygum til að geta haldið umræðunni áfram í samfélaginu. Og þetta er ekki eina málið.

Sjálfsagt er að fara í það að rannsaka bankana. Við eigum að læra af mistökunum. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að gefa bankana aftur til kröfuhafa á einni nóttu. Það er alveg útilokað mál enda er það það sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og þarf að skoða.

Mig langar til að spyrja um flóttamannakaflann. Samfylkingin leggur til að við tökum á móti fimm hundruð flóttamönnum á næstu þremur árum. Það eru engar breytingartillögur um slíkt í breytingartillögunum eða neitt um hver kostnaðurinn er. Hvað kostar það, virðulegi þm. Oddný Harðardóttur? (Forseti hringir.) Með svona ákvörðun verður að fylgja fjármagn.