145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:31]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má vel vera að hv. þingmanni þyki málflutningur minn eitthvað ódýr. En það verður bara að vera svo, ég hef haft þessa skoðun eins og hv. þingmaður þekkir, sem fellur auðvitað ekki að skoðunum hans.

Þegar við tölum um að afsala tekjum er það vegna þess að hægt er að ná í þessar tekjur enn þá. En varðandi bankaskattinn, ég var ekki í síðustu ríkisstjórn þótt ég væri varaþingmaður, var það samt sem áður svo að stofninn var ekki til að fullu og var ekki þekktur eins og þingmaðurinn veit ef hann vill hugleiða það. Fyrst og fremst held ég að hv. þingmaður verði að horfa á þessi stóru kosningaloforð sem hafa gjörbreyst frá því sem áður var. Það sem við gagnrýndum við kosningarnar voru himnasendingarnar sem áttu að koma og hafa ekki komið enn. Það er að bresta á í annan kosningaslag, (Forseti hringir.) sýnist mér, með því fjárlagafrumvarpi sem hér er lagt fram.