145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:10]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eru auðvitað auknar tekjur líka sem við nefnum ekki en ég mundi kannski persónulega breyta sem eru tekjuskattslækkun á næsta ári á efra milliþrep, sem er um 5,5 milljarðar. Ég gef mér líka að meiri hlutinn — það kom fram í ræðu hv. formanns fjárlaganefndar að menn gera ráð fyrir meiri arðgreiðslum, vita í rauninni að arðgreiðslurnar verða hærri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Ég held líka að það sé þess vegna sem svo ótrúlega lítill afgangur er núna á fjárlagafrumvarpinu, hann er bara mjög lítill, ég man ekki hvort hann er innan við 2%. Það væri óábyrgt nema af því menn vita að það er borð fyrir báru. Við erum að fara að fá mun meira, við erum að fá einhverja milljarða í arð frá Landsbankanum, sem er ekki inni í fjárlagafrumvarpinu. Annars væri óábyrgt að vera með fjárlagafrumvarp þar sem við erum með tæpa 11 milljarða í afgang. Það er ekki mjög mikið.