145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:15]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til hvers er fjárlaganefnd? Ég mundi vilja sjá fjárlaganefnd sem miklu meiri eftirlitsnefnd en hún er í dag, en ekki þannig að meiri hlutinn sitji og útdeili bitlingum. Ég vil taka það fram að ég gagnrýndi hæstv. forsætisráðherra harðlega fyrir útdeilingar á einhverjum menningarstyrkjum með SMS-skilaboðum árið 2013. Meiri hlutinn fór í mitt kjördæmi. Mér er alveg sama um það, það skiptir ekki máli. Vinnubrögðin verða að vera fagleg og við eigum að vera með ákveðna stefnu, sýn, plön og áætlanir um hvernig við vinnum hlutina, ekki bitlinga, ekki eitthvað tilraunakennt hingað og þangað, hægri, vinstri. Það er það sem mér hugnast ekki. Það hefur ekkert með eitthvert norðvestur, norðaustur eða suður að gera.