145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:00]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er náttúrlega full ástæða til þess að fagna því að umboðsmaður Alþingis hafi rekist á þetta vandamál, sennilega af því að einhver hefur skotið því til hans, og að hann hafi svigrúm til þess að hefja frumkvæðisathugun sem getur vel verið að hann muni ekki hafa að ári, verði fjárlögin eins og stefnir í að þau verði.

Það er einnig full ástæða til að íhuga hvort við þurfum ekki að setja meira í þann málaflokk er varðar fangelsi því að eins og hæstv. innanríkisráðherra hefur bent á þarf alltaf 80 millj. kr. ef ekki meira til að gera vel við þann málaflokk. Þá þarf að eyrnamerkja fangelsinu á Litla-Hrauni, sem er nú alræmdasta fangelsið á Íslandi ef svo má segja. Það þarf að gera miklu betur þar. Það þarf að búa miklu betur að fólki sem vinnur þar og búa miklu betur að þeim föngum sem þar dvelja.