145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:03]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við höfum beðið alllengi eftir því að fá fjárlagafrumvarpið til 2. umr. Svo loksins þegar það kemur er ekki hægt að fara að keyra umræðuna um það á sólarhringsvöktum.

Það er ekkert mál að vera hér til miðnættis. Við getum verið frá morgni til miðnættis í þessari umræðu, en að vera hér eftir miðnætti finnst mér ekki koma til greina. Ég óska eftir því að forseti reyni að vinna með okkur þingmönnum í því að gera þetta sómasamlega. Það er enginn bragur að því að bjóða okkur upp á það, sem höfum beðið eftir því mánuðum saman að fá að ræða þetta mál, að ræða málið hér að næturlagi.

Ég óska eftir því að við fáum að ræða þetta mál í dagsbirtu, að minnsta kosti að kvöldlagi, og að forseti skeri úr um það hér og nú að þingfundi verði lokið klukkan tólf. Við getum þá frekar farið að byrja fyrr á morgnana.